Sveitarstjórnarlög heimila ekki gjaldþrotaskiptameðferð.

Neðangreint var reyndar tekið saman með annað sveitarfélag í huga en á ágætlega við.

http://sigurbjornarsaell.blog.is/blog/sigurbjornarsaell/entry/1084334


mbl.is Reykjanesbær skuldar 43 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir og ólögmæt gengistrygging

Hvernig á að reikna upp lán ef samningur um vexti eða annað endurgjald telst ógilt ? Svar við því er gefið í 18 gr. vaxtalaga sem er svohljóðandi:

"Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt."

Fyrri málsliður vekur ekki tilefni til vangaveltna, það á að endurgreiða ólögmætt endurgjald sem oftekið er. Síðari málsliður felur í sér mikilvæga reglu, sem kalla má meginreglu. Hún felur það í sér að þegar reikna á út hve mikið var ofgreitt beri að reikna lánið upp með vöxtum skv. 4. gr. vaxtalaga (lægstu vöxtum seðlabanka á óverðtr. útlán) og greiða skuldara mismuninn. Við túlkun lagaákvæðisins ber að horfa til þess að sagt er við ákvörðun endurgreiðslu, þ.e. þegar reikna á út inneign skuldara.

Orðalag lagaákvæðisins ráð fyrir að skuld hafi verið að fullu uppgerð, en sú er ekki staðan um fjölda lánasamninga sem voru til margra ára. Beita ber þessari meginreglu á slíka samninga og reikna þá upp eftirleiðis með vöxtum skv. 4. gr. vaxtalaga til framtíðar með sama hætti og uppgjör vegna mögulegrar ofgreiðslu frá fyrri tíð.

Möguleg inneign skuldara ber vexti skv. 8. gr. vaxtalaga allt þar til 30 dögum eftir að skuldari setur fram kröfu um endurgreiðslu. Eftir það ber krafa um endurgreiðslu dráttarvexti.


Sveitarfélag í fjárþröng.

Komist sveitarfélag í slíka fjárþröng að það geti ekki staðið við fjárskuldbindingar sínar verður það ekki tekið til gjaldþrotaskipta. Slíkt er beinlínis bannað skv. 73 gr. sveitarstjórnarlaga, þar sem segir í 4. mgr. að sveitarfélag verði eigi tekið til gjaldþrotaskipta. Sveitarfélag sem lendir í slíkri fjárþröng að það getur ekki staðið í skilum ber að tilkynna um stöðu sína til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga sbr. 75 gr. sveitarstjórnarlaga. Eftirlitsnefnd skal þá þegar láta fara fram rannsókn á fjármálum sveitarfélagsins og kann möguleg lausn á málum að verða sú að lán eða styrkur verði veittur úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leysa úr tímabundnum vanda sbr. 75 gr. 4 mgr. sveitarstjórnarlaga. Dugi það ekki til verður sveitarfélag svipt fjárræði og því skipuð sérstök fjárhaldsstjórn sbr. 76 gr. sveitarstjórnarlaga. Hlutverk hennar er að taka við stjórn fjármála viðkomandi sveitarfélags sbr. 78. gr. sveitarstjórnarlaga. Dugi þessar ráðstafanir ekki til getur ráðherra ákveðið að viðkomandi sveitarfélag renni inn í annað sveitarfélag (sameining) sbr. 79 gr. sveitarstjórnarlaga. Svipting fjárforræðis fellur niður þegar ráðherra telur fjármál sveitarfélagsins vera komin í viðunandi horf sbr. 80. gr. sveitarstjórnarlaga.

Uppboð til slita á sameign

Uppboðið á Höfða í dag er haldið til slita á sameign og er ekki venjuleg nauðungarsala. Uppboð til slita á sameign eru haldin þegar eigendur geta ekki komið sér saman um að kaupa hvorn annan út úr sameigninni eða þá þeir koma sér ekki saman um ráðstöfun eignarinnar með öðrum hætti.
mbl.is Höfði boðinn upp í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband